top of page

Framkvæmd

Rannsakandi er sjónlistakennari og starfar við Giljaskóla á Akureyri. Rannsóknin sneri að kennsluháttum á elsta stigi Giljaskóla veturinn 2017–2018 og var því um að ræða þrjá árganga, áttunda, níunda og tíunda. Fyrirkomulag sjónlistakennslu á elsta stigi var með þeim hætti að nemendur koma í afmarkaðan tíma yfir skólaárið í hverja list- og verkgrein en í Giljaskóla er kennt, ásamt sjónlistum, textílmennt, heimilisfræði og hönnun og smíði. Þessi tímabil voru fimm yfir skólaárið og hvert þeirra varði í um sjö vikur. Á hverju tímabili var minnst einn hópur í hverjum árgangi í sjónlistum eða mest þrír í einu. Á ákveðnum tímabilum kenndi rannsakandi ekki einhverjum árganganna. Skólaárið 2017–2019 kenndi rannsakandi ellefu hópum í áttunda, níunda og tíunda árgangi.


Hversu oft nemendur komu í sjónlistir byggði á áhugasviðskönnun sem lögð var fyrir að vori. Því komu sumir nemendur í mörg tímabil en aðrir aldrei þar sem þeirra áhugi lá annars staðar. Þátttakendur voru því þeir nemendur unglingastigs, eða áttunda, níunda og tíunda árgangs, sem komu í sjónlistir á skólaárinu 2017–2018. Skólaárið 2017–2018 voru þátttakendurnir 87 talsins, þar af 50 stúlkur og 37 strákar. 33 nemendur tóku þátt í fleiru en einu tímabili, þar af níu nemendur sem tóku þátt í þremur tímabilum.

Framkvæmd: Intro
bottom of page