RAFRÆNAR FERILBÆKUR
LÆRDÓMSSAMFÉLAG Í SKÓLA MARBGREYTILEIKANS
ÁGRIP
Þetta vefsvæði er tileinkað meistararannsókn Söndru Rebekku í menntavísindum. Rannsóknin sneri að þróun rafrænna ferilbóka í kennslu með það að markmiði að stuðla að aukinni einstaklingsmiðun í kennslu rannsakanda í sjónlistum á unglingastigi. Stuðst var við hugmyndafræði lærdómssamfélagsins og myndaði rannsakandi lærdómssamfélag með eigin nemendum. Um er að ræða starfendarannsókn sem fram fór skólaárið 2017-2018 og beindist að kennsluháttum og starfsþróun þar sem endurtekin ígrundun varð til reglulegrar endurskoðunar á íhlutun rannsakanda. Leitast var við að svara tveimur rannsóknarspurningum; Hvernig má nota rafrænar ferilbækur til þess að auka einstaklingsmiðun í skóla margbreytileikans? Hvernig getur hugmyndafræði lærdómssamfélagsins nýst sem leið að þessu markmiði? Gagnaöflun fór fram í fimm megin þáttum; Í fyrsta lagi var um að ræða umræðuhópa með nemendum, í öðru lagi dagbókarskrif rannsakanda, í þriðja lagi rafræna könnun meðal nemenda, í fjórða lagi mat á rafrænum ferilbókum nemenda og í fimmta lagi rýnihópaviðtöl við úrtak nemenda. Úrvinnsla gagna fór fram jafnt og þétt og endurskoðuð áætlun var lögð fram reglulega. Niðurstöður benda til þess að rafrænar ferilbækur geta haft mikinn ávinning, bæði fyrir nemendur og kennara. Þær eru ein leið til þess að auka einstaklingsmiðun, veita utanumhald og stuðla að ígrundun ef markvissum námsstuðningi er beitt sem getur leitt til aukinnar námsvitundar. Lærdómssamfélagið var leið til þess að gefa nemendum eignarhald á eigin námi, stuðla að lýðræði og leyfa rödd þeirra að heyrast.
Lykilhugtök; Skóli margbreytileikans (e. inclusive school), rafrænar ferilbækur (e. digital portfolios), lærdómssamfélag (e. professional learning communities), sjónlistir (e. visual arts), starfendarannsókn (e. action research).
“Þarna get ég gert allt sem ég vil”
Nemandi í 10. bekk
Skilgreina má rafrænar ferilbækur sem samansafn af margmiðlunar verkum nemenda sem eru geymd rafrænt.
HAFA SAMBAND
“ég elska þessa stofu”