top of page

“það er miklu hjálplegra að hafa þetta svona”

Nemandi í tíunda bekk

Niðurstöður: Quote

Niðurstöður

Rannsóknin afmarkaðist af kennslu rannsakanda á unglingastigi, skólaárið 2017 – 2018. Kennslufyrirkomulag var þannig að skólaárinu er skipt upp í fimm tímabil og varði fyrsta tímabilið frá 24. ágúst til 29. september 2017 og svo koll af kolli þar til síðasta tímabili lauk í lok maí 2018. 

Niðurstöður eru settar fram í þremur megin hlutum. Fyrst er fjallað um niðurstöður tímabilanna sem voru fimm og eru því fimm kaflar. Við framsetningu þeirra kafla hefur rannsakandi valið að fylgja hringferlinu sem einkennir aðferðafræði starfendarannsókna. Því byrjar hvert tímabil á áætlun varðandi íhlutunina sem fylgir strax á eftir. Að því loknu tekur við íhlutun og ígrundun rannsakanda um íhlutunina og að lokum kemur endurskoðun út frá ígrunduninni sem verður að nýrri áætlun og allt ferlið endurtekur sig. Á hverju tímabili koma upp hindranir sem rannsakandi reynir að takast á við á næsta tímabili. Þannig verða hindranirnar færri í hvert sinn og kaflarnir styttri.

Að þeirri umfjöllun lokinni er kafli þar sem greint er frá niðurstöðum úr rýnihópum úrtaks nemenda. Að lokum er kafli þar sem greint er frá afrakstri starfsþróunar þar sem fjallað er um ákveðnar breytingar á starfsháttum rannsakanda.

Niðurstöður: Intro

“ég fæ meiri stjórn, þetta er mitt verkefnit”

Nemandi í áttunda bekk

Niðurstöður: Quote
bottom of page