top of page

Leiðarvísir

Í gegnum endurtekninguna sem einkennir ferli starfendarannsókna, kom bersýnilega í ljós hvaða röð aðgerða hentaði kennslunni best. Rannsakandi hefur sett upp leiðarvísi að íhlutun á rafrænni ferilbókagerð. Leiðarvísirinn miðar að því forriti sem rannsakandi notar og þeim aðbúnaði sem hann hefur aðgang að. Því má gera ráð fyrir einhverri aðlögun ef aðrir kennarar kjósa að nota hann.

Forvinna

  • Undirbúa sýnidæmi af sniðmátum

  • Búa til aðgang fyrir nemendur

  • Útbúa leiðbeiningar vegna ígrundunar

Kennsla

  • Innlögn

    • Umræða

  • Ferilbókagerð

    • Fjalla um ástæður ferilbókagerðarinnar

      • Umgjörð um nám

      • Ígrundun

      • Mat

    • Kenna á Padlet

      • Aðgangur

      • Innskráning

      • Ólík sniðmát

      • Útbúa beinagrind

      • Titill (árgangur, viðfangsefni)

      • Útlit

    • Flokka ferilbækur í möppur

  • Ígrundun

    • Útskýra ástæður ígrundunar

    • Nemendur skrifa forígrundun

  • Vinna

    • Skrásetning eftir hvern hluta/kennslustund

    • Ígrundun eftir hvern hluta/kennslustund

    • Minni verkefni til þess að kynnast möguleikum ferilbókagerðar

      • Myndir

      • Hreyfimyndir

      • Hröðunarmyndbönd (e. time lapse)

      • Vélritaður texti

      • Ljósmynd af handskrifuðum texta

      • Myndbandsupptökur (e. vlog)

      • Hreyfimynd (e. Gif), t.d. af tækni

      • Hreyfimyndagerð (e. StopMotion) af ferlinu 

      • Hreyfimyndagerð (e. StopMotion) af afurð frá öllum hliðum

      • Hlekkur á Instagram reikning

      • Hlekkur á heimasíður

      • Hlekkur á YouTube myndband

  • Á meðan á tímabili stendur

    • Minna á ígrundun

    • Minna á frjálsa tjáningarmiðla

    • Minna á að ferilbókin er grundvöllur mats

  • Við lok tímabils

    • Lokaígrundun við lok ferlis

    • Nemendur fá færi á að ljúka við ferilbókina

Leiðarvísir: Intro

“ef við sleppum ígrunduninni þá vitum við ekki neitt og munum ekki aðferðina”

Nemandi í tíunda bekk

Leiðarvísir: Quote
bottom of page