top of page

STAFRÆN TÆKNI, MIÐLAR OG VERKFÆRI

Undanfarin ár hefur átt sér stað stöðug uppbygging tækjabúnaðar í sjónlistastofu Giljaskóla eða allt frá því að Sandra Rebekka hóf störf.

 

Í stofunni er bekkjarsett af nýjum iPödum og apple pennum. Í iPödunum eru helstu forrit til stafrænnar teikningar og vinnslu. Því geta nemendur Giljaskóla lært að nýta sér ýmsa miðla frá upphafi sjónlistarnáms þeirra. 

 

Kennari hefur aðgang að nýjum iMac og apple TV sem gerir kennara og nemendum kleift að varpa því sem þeir eru að vinna að upp á skjá fyrir aðra að sjá.

 

Í stofunni er green screen horn sem er oft nýtt í ýmiss konar skapandi vinnu. Þá er mikið til af verkfærum fyrir ljósmyndun, þá sér í lagi fyrir farsíma.

 

Nemendur hafa aðgang að tveimur settum af Pixar linsum, gleiðlinsu, aðdráttarlinsu, fisheye linsu og macro linsu sem og þrívíddarlinsu. Þetta nýta nemendur til þess að fá sem mest út úr myndavélinni sem þeir eru flestir með í vasanum.

 

Í stofunni eru þrífætur, iPad standur fyrir upptöku, bakgrunnar og standar. Griparmar eru aðgengilegir sem nýtast vel í upptöku ferlis, kvikmyndagerð og stopmotion vinnslu 

 

Einnig er bekkjarsett af plexigler ljósaborðum og ýmsu öðru sem nemendur geta nýtt sér.

Verkefnabanki
bottom of page