top of page

SJÁLFBÆRNI

Sjálfbærni er skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunnar samkvæmt þeirri Aðalnámskrá sem nú er í gildi. Sjálfbærni felst í því að huga að samspili umhverfis, félagslegra þátta og efnahags. Hugtakið er nátengt umhverfisvernd og ein áherslan er að skila umhverfinu til næstu kynslóða í sama eða betra ásigkomulagi en tekið var við því. Því er mikilvægt að átta sig á lögmálum náttúrunnar, ferlum og hringrásum sem hún takmarkast við. Grunnþættirnir eiga að fléttast inn í allt skólastarf og endurspeglast í daglegu starfi.

 

Nú á sér stað endurskoðun á umhverfi og aðstæðum í sjónlistastofu Giljaskóla. Komið hefur verið fyrir endurvinnslu og glokkunnar ílátum sem eru nemendum aðgengileg. Eina almenna ruslið er í millirými sjónlistar- og textílmenntastofu og því lengra frá nemendum en flokkunar ílát. Auk þess að flokka sorp eru allir pappírafgangar flokkaðir eftir lit og nýttir í pappírsgerð og önnur verkefni. Heillegar pappírsarkir sem ekki nýtast vegna ýmissa ástæðna, eru flokkaðar sér en nemendur mála alla afgangsmálningu á þær í stað þess að skola henni í vaskann. Sú hugmynd er fengin frá Lundarskóla.

 

Auk verklags er markvisst verið að innleiða sjálfbærari verkefni. Þau takast misvel og eru því enn í þróun. Sjá nánar hér.

Til að mæta þessu markmiði hefur list- og verkgreinateymi Giljaskóla einnig kosið að leggja sérstaka áherslu á sjálfbærni, eina viku í senn hvora önn. Í sjálfbærniviku leggur list- og verkgreinateymi Giljaskóla sérstaka áherslu á sjálfbærni og leitast við að starfið endurspegli þetta markmið. Sjálfbærni er því höfð að leiðarljósi hvað varðar efnisval og inntak náms og kennslu og starfshættir og aðferðir eru valdir út frá þessari áherslu. Tilgangur verkefnisins er að efla samábyrgð nemenda fyrir umhverfinu og samfélaginu sem allir tilheyra.

bottom of page