top of page

INSTAGRAM

Sjónlistir í Giljaskóla eru komnar á Instagram undir titlinum Sjónlistir - Giljaskóli. Reikningurinn er tilraun til þess að gefa frekari innsýn í vinnuferlið sjálft og dagleg störf nemenda þar sem heimasíðan sýnir eingöngu lokaverk ásamt verkefnalýsingum.

Á instagram eru notuð myllumerki og eru allar myndir merktar með #sjónlistirGil. Rúllur nemenda á elsta stigi eru enn fremur merktar með viðeigandi undirheiti, #málunGil, #leirvinnslaGil, teikningGil og #kvikmyndirGil. Seinna munu eflaust bætast við fleiri merki.

 

Reglurnar eru einfaldar, eingöngu eru teknar myndir af vinnu og verkum með leyfi viðkomandi nemanda og alltaf birtar nafnlaust. Þeir nemendur sem eru með Instagram er heimilt að taka myndir af eigin verkum og birta á sínum reikningi en vilji þeir mynda verk og vinnu annarra, þurfa þeir leyfi viðkomandi. Nemendum er einnig heimilt að nota myllumerkin og tengja við reikninginn, @sjonlistirgiljaskoli.

Áhugasamir eru hvattir til að fylgja (e. follow) reikningnum eftir til að sjá þá góðu vinnu sem verður til daglega í sjónlistum í Giljaskóla og taka þátt í að gera hana sýnilegri með athugasemdum (e. comments) og með því að líka við einstaka myndir. 

bottom of page