top of page

NÁMSMAT

Námsmat í sjónlistum byggir á ferilbókinni og hæfniviðmum. Í upphafi tímabils fá nemendur skilgreind hæfniviðmið þess árs samanber undirflipann Hæfniviðmið. Þar koma fram þau markmið sem stefnt er að. Í lok tímabils gerir hver nemandi sjálfsmat í virku samtali við kennara. Þá eru hæfniviðmiðin lituð og er stuðst við þrjá liti. Þau hæfniviðmið sem nemandi hefur náð eru lituð græn, þau hæfniviðmið sem nemandi er að vinna að eru gul og þau hæfniviðmið sem hann hefur ekki byrjað að vinna að eru rauð.

Einnig er lagt mat á lykilhæfni sem skilgreind er í aðalnámskrá. Lykilhæfni eru hæfniviðmið sem eru þvert á allar námsgreinar og er ekki bundin við viðkomandi fag. Hér að neðan má sjá lykilhæfnina, öll sex viðmiðin ásamt nákvæmari útlistun fyrir hvert skólastig. Í sjónlistum er lögð áhersla á öll lykilhæfniviðmiðum.

Gefið er í bókstöfunum A, B og C og í einstaka tilvikum D. Gott er að miða við að nemandi sem mætir eðlilegum kröfum fái einkunina B. Sá nemandi sem nær næstum öllum kröfum en vantar þó eitthvað upp á, fær C. Sá nemandi sem hinsvegar fer fram úr væntingum og sýnir einstaka hæfni, fær A. Í einhverjum tilvikum fær nemandi D og er það ef mikið vantar upp á að hann mæti kröfum. Hér fyrir neðan má sjá nánar hvað liggur að baki hvers bókstafs

lykilhæfni.png
bottom of page