top of page

SPOTIFY

Þar sem mikið af náminu sem fer fram í sjónlist er verklegt og einkennist af sjálfstæðum vinnubrögðum, er oft spiluð tónlist í tímum. Nemendur kalla sjálfir eftir því og myndast oftast góð stemning í vinnurýminu sem stuðlar að góðu námsumhverfi. 

Það getur hinsvegar oft reynst erfitt að velja réttu tónlistina sem á að spila, sér í lagi þegar kemur að eldri nemendum sem ekki vilja hlusta á tónlist úr teiknimyndum. Þeir vilja hlusta á nýjustu tónlistina en því miður er hún mis viðeigandi fyrir börn. Ákveðin málefni sem stundum er fjallað um í textunum, eru málefni sem foreldrar verða að meta hvort þeirra börn megi og eigi að hlusta á.

 

Til að reyna að leysa þessa togstreitu hafa sjónlistir í Giljaskóla útbúið lagalista á Spotify undir notendanafninu Sjónlistir - Giljaskóli. Þar safnar kennari lögum sem hann hefur hlustað á og innihalda ekki blótsyrði eða viðkvæm málefni. Vert er að benda á að nemendur horfa ekki á tónlistarmyndbönd og því óþarfi að meta þau í tengslum við texta laganna. 

bottom of page