top of page

ORIGAMI

Í þessu verkefni læra nemendur grunntækni í origmani pappírsbrotum en origami er oftast tengt við japanska mennignu. í dag er heitið notað yfir flesta pappírsbrots tækni, hvaðan sem það má rekja uppruna sinn. Oftast er origami notað um brot þar sem ekki er klippt eða límt, heldur er pappírinn eini efniviðurinn.

 

Nemendur velja sér brot eftir áhuga og getu. Þeir búa ekki til sín eigin brot heldur fylgja brotum annarra en aðlaga þau að eigin hugmynd, bæði hvað varðar stærð og lit.

 

Verkefnið er oft fléttað saman við önnur þar sem nemendur læra fleiri aðferðir við skartgripagerð. Þá blanda þeir saman ólíkum aðferðum og búa til sína eigin skartgripi. 

bottom of page