top of page

HÆFNIVIÐMIÐ

Í aðalnámskrá grunnskóla má finna hæfnviðmið, bæði sameiginleg viðmið fyrir allar list- og verkgreinarnar sem og sér hæfniviðmið fyrir sjónlistir. Markmiðin eru bæði metnaðarfull og viðamikil og því miður óraunhæft að geta mætt þeim öllum á þeim stutta tíma sem nemendur fá í sjónlistum. Því hefur átt sér stað ítarleg skoðun og flokkun á þessum viðmiðum þar sem valin voru þau hæfniviðmið sem hver árgangur mun stefna að, bæði yfir og undirmarkmið. Þetta er hluti af innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og er árangur þeirrar vinnu byrtur hér fyrir neðan. Markmiðið sjónlista, sem og sameiginlegu markmið list- og verkgreina sem tengjast menningarlæsi, hafa verið greind og flokkuð í sex flokka. Það eru markmið sem tengjast aðferðum, tilgangi, ferli, samvinnu, tjáningu og umhverfi. Einnig hafa markmiðin verið greind eftir því hvort þau tengjast því sem nemandinn gerir sjálfur, hvort hann grreini það sem hann gerir eða hvort hann greinir það sem aðrir gera.

bottom of page