top of page

SKETCHBOOK

Eitt af þeim stafrænu teikniforritum sem nemendur í Giljaskóla læra á, er teikni forritið SketchBook Motion. Forritið býður ekki upp á sömu eiginleika og ProCreate og því er það ekki notað eins mikið og það forrit.

 

Hinsvegar býður SketchBook upp á að teikna eftir fjarvíddar línum og er það sá eiginleiki sem við notum hvað mest. Hægt er að setja upp eins marga fjarvíddarpunkta, reglustikur og leiðbeiningar og þarf.

Nemendur byrja á að læra hvernig setja á upp fjarvíddar línur í SketchBook. Þeir læra að búa til nýtt skjal, velja rétt verkfæri og lit og búa til ný lög. Verkefnin eru mismunandi, allt eftir því hvort um er að ræða einn eða tvo fjarvíddarpunkta.

bottom of page