top of page

PROCREATE

Þar sem tækjabúnaður sjónlistastofu Giljaskóla er mjög góður, hafa nemendur kost á að læra á teikniforritið ProCreate frá byrjun sjónlistarnáms þeirra. Fyrst um sinn nota nemendur forritið til þess að vinna hugmyndavinnu og teikningar sem eitt skref í sköpunarferlinu. Þegar líður á, læra nemendur betur á forritið og nota það í heildstæð verkefni. Stafræn teikning hefur einnig verið valfag í Giljaskóla undan farin ár.

Nemendur læra á helstu eiginleika ProCreate, að búa til nýtt skjal, velja verkfæri og lit, velja stærð og gegnsæji verkfæra, búa til lög, flytja inn myndir, vista skjöl og önnur trix sem forritið býður upp á. 

Verkefnin eru mismunandi og oft út frá kveikju. Þá fá nemendur úthlutaðri kveikju með DecideNow hjóli eða BrainSparker spili.

bottom of page