top of page

SKETCHBOOK MOTION

Eitt af þeim stafrænu teikniforritum sem nemendur í Giljaskóla læra á, er hreyfimyndaforritið SketchBook Motion. Forritið er öllu flóknara í notkun en Animatic þar sem aðgerðirnar eru fleiri og flóknari. Í forritinu er hægt að gera stuttar hreyfimyndir sem og lengri myndskeið ef hæfni er orðin töluverð og seigla til staðar.

Nemendur byrja á að læra á helstu eiginleika SketchBook Motion. Þeir læra að búa til nýtt skjal, velja rétt verkfæri og lit og búa til ný lög. Þá læra þeir hreyfiaðgerðirnar þrjár og hvernig þær virka ólíkt á teikninguna. Það tekur oft mikla þjálfun að ná að nýta eiginleika forritsins sér í hag.

Verkefnin eru mismunandi og oft út frá kveikju. Þá fá nemendur úthlutaðri kveikju með DecideNow hjóli eða BrainSparker spili.

bottom of page