top of page

SLÖNGUAÐFERÐ

Leirmótun er fjölþætt og þjálfar margvíslega tækni. Nemendur fá að kynnast leir almennt, mótun hans, hrábrennslu og glerjun og gljábrennslu.

 

Í þessu verkefni fá nemendur fræðslu um slönguaðferð en hún er ein af megin aðferðum innan leirmótunar. Þá er leirinn rúllaður út í lengjur eða slöngur og geymir þær í rökum klút til að koma í veg fyrir að þær þorni. Þá er gerður botn eða grunnur sem gripurinn er byggður ofan á með slöngunum en þær eru lagðar hring eftir hring ofan á botninn og "saumaðar" saman. Þá er gripurinn látinn harðna eilítið áður en hann er skafaður til. 

 

Eftir hrábrennslu nota nemendur leirliti og/eða glerunga til að leggja lokahönd á gripinn áður en hann er gljábrenndur.

bottom of page