top of page

PLÖTUAÐFERÐ

Leirmótun er fjölþætt og þjálfar margvíslega tækni. Nemendur fá að kynnast leir almennt, mótun hans, hrábrennslu og glerjun og gljábrennslu.

 

Í þessu verkefni fá nemendur fræðslu um plötuaðferð en hún er ein af megin aðferðum innan leirmótunar. Þá er leirinn flattur út í plötu og þess gætt að þyktin sé jöfn en það er gert með því að nota viðarspítur eða reglustikur sitt hvoru megin við leirinn og láta keflið hvíla á þeim. Síðan er leirinn skorinn út eftir máli og honum skeytt saman með leirlími.

 

Megin áhersla er lögð á að nemendur hanni sinn eigin grip og fer dágóður tími í hugmyndavinnu. Eftir hrábrennslu nota nemendur leirliti og/eða glerunga til að leggja lokahönd á gripinn áður en hann er gljábrenndur.

9. bekkur
9. bekkur
9. bekkur
9. bekkur
9. bekkur

© 2020 Sandra Rebekka

  • Black YouTube Icon
  • Black Pinterest Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page