top of page

LEIRGRÍMUR

Leirmótun er fjölþætt og þjálfar margvíslega tækni. Nemendur fá að kynnast leir almennt, mótun hans, hrábrennslu og glerjun og gljábrennslu.

 

Nemendur læra eina af grunntækni leirmótunar, plötuaðferð en þá er leirinn flattur út í plötu sem síðan er mótuð líttilega. Þessi aðferð hentar vel þegar gripurinn hefur takmarkaða dýpt eða þegar verið er að skeyta saman flötum. Nemendur nota eigið andlit eða skál sem grunn en hafa síðan frjálsar hendur þegar kemur að útliti og lögun grímunnar.

 

Eftir hrábrennslu nota nemendur leirliti og/eða glerunga til að leggja lokahönd á grímuna áður en hún er gljábrennd.

bottom of page