Klessur
Megin markmið verkefnisins er að þjálfa sköpunargáfuna en nokkrum þáttum er fléttað við verkefnið.
Nemendur velja sér þrjá hliðstæða liti en það eru litir sem eru hlið við hlið á litahringnum og miðað er við þrjú stig. Nemendur blanda litina og æfa sig í litablöndun. Þá velja þeir einnig einn andstæðan lit við þess þrjá en andstæðir litir eru á móti hver öðrum á litahringnum.
Siðan brjóta nemendur blað í tvennt, annað hvort langsum eða þversum, opna það og skvetta málningunni á blaðið. Þá brjóta þeir blaðið saman aftur og þjappa saman. Þegar blaðið er opnað kemur út litadýrð sem getur orðið að hverju sem er í huga nemenda. Þegar málningin er þornuð teikna nemendur á myndina með svörtum túss og búa til það sem þeir sjá úr málningunni.
Þetta er verkefni sem vekur mikla kátínu, óháð aldri og hentar því vel með mismunandi árgöngum.
![]() | ![]() |
---|---|
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() |