top of page

PAPPAMASSAGRÍMUR

Nemendur í 4. til 7. bekk tóku þátt í stóru grímuverkefni. Verkefnið er margþætt og þjálfar margvíslega tækni. Grímurnar eru gerðar úr pappamassa með hveitilími til að koma í veg fyrir ertingu.

 

Í upphafi verkefnisins þurftu nemendur að hjálpast að við að leggja pappamassan á andlit samnemenda sinna og þjálfa þannig samkennd og virðingu en gekk sá hluti mjög vel. Þá kom að því að móta, og síðar mála, grímuna en nemendur fengu frjálsar hendur og gátu gert sína grímu eins og þeir kusu. Útkoman var mjög fjölbreytt og skemmtileg og ýmiss dýr, ofurhetjur og skrautlegir karakterar litu dagsins ljós. Í þessum hluta unnu nemendur með lit og lögun en þessir tveir þættir eru undirstaða allra sjónrænna listar og hönnunar.

 

Þegar grímurnar voru tilbúnar að utan tók við umræða um tilgang gríma sem er oftast annað hvort hylja þann sem ber grímuna eða bregða sér í gervi einhver annars. Oft haldast þessi hlutverk í hendur. Rætt var hvernig við sem einstaklingar eigum það til að hylja það hver við erum með því að bera huglæga grímu af alls kyns ástæðum, oftast ótta.

 

Í kjölfar þessarar umræðu tók við síðasti hluti verkefnisins þar sem nemendur unnu með það hver þau í raun og veru eru. Niðurstöðurnar skrifuðu nemendur síðan inn í grímuna sína.

bottom of page