top of page

FRUMLITIR OG 2. STIGS LITIR

Í þessu verkefni læra nemendur um frumlitina þrjá en þeir eiga það sameiginlegt að ekki er hægt að blanda þá úr öðrum litum en með því að blanda þeim saman á ólíkan hátt (auk þess að lýsa/þekkja þá með hvítum og svörtum eða svokölluðum litleysum) er hægt að blanda alla þá liti sem til eru (eða mannsaugað nær að greina). Nemendur læra einnig um 2. stigs litina þrjá en þeir verða til þegar tveimur frumlitum er blandað saman til helminga.

 

Í framhaldi að því gera nemendur mynd af sex fiskum, þremur stórum frumlitafiskum og þremur minni 2. stigs lita fiskum. Nemendur þurfa sjálfir að blanda litina og þótti mjög gaman. Við gerð myndarinnar læra nemendur einnig muninn á þekjulitum og vatnslitum og þeim penslum sem henta hvorri málningu fyrir sig.

 

Þekjulitir eru gerðir úr litarefni og vatni og þekja vel þar sem litarefnið er þétt og mikið. Í þá er gott að nota gervihárapensla sem eru þéttur, flatir og þverskornir. Vatnslitirnir koma hinsvegar í föstu formi (að þessu sinni) og er litarefnið í þeim mun minna og því eru þeir eiginlega gegnsæir. Í þá er fínt að nota gervihárapensla sem eru ekki jafn þéttir og jafnvel brúsklaga, til að halda vatninu betur.

bottom of page