top of page

FINGRAAÐFERÐ

Leirmótun er fjölþætt og þjálfar margvíslega tækni. Nemendur fá að kynnast leir almennt, mótun hans, hrábrennslu og glerjun og gljábrennslu.

 

Í þessu verkefni fá nemendur fræðslu um fingraaðferð en hún er ein af megin aðferðum innan leirmótunar. Þá er mótuð kúla úr leirnum og þumlinn stungið ofan í hana miðja. Síðan er þumlinum og öðrum fingrum sömu handar, þrýst létt saman og allan hringinn. Þetta er endurtekið þar til myndast hefur til dæmis skál eða bolli. Þá er leirinn látinn þorna svolítið áður en hann er skafinn til og jafnaður. Ef gera á bolla er handfang útbúið úr plötuaðferð og því skeytt á með leirlími, aðrir velja að setja eitthvað á skálar og nota til þess leirlím.

 

Eftir hrábrennslu nota nemendur leirliti og/eða glerunga til að leggja lokahönd á gripinn áður en hann er gljábrenndur.

bottom of page