top of page

EGGJABAKKAGRÍMUR

Verkefnið fléttar saman leiklist og sjónlist en unnið er út frá ævintýrinu um litla ljóta andarungann. 

 

Nemendur hlusta á litla ljóta andarungann og fá að kynnast sögunni. Síðan er sagan lesin aftur og nemendur túlka ævintýrið hljóðalaust á meðan á lestri stendur, til að mynda dýrin og gjörðir.

 

Þegar nemendur hafa fengið að heyra og leika, ævintýrið nokkru sinnum, fær hver nemandi sitt hlutverk. Út frá því býr nemandinn til grímu úr eggjabakka sem síðan er máluð, límdar eru á hana fjaðrir og teygja sett á.

bottom of page