top of page

DÚKRISTA

Grafík er skemmtileg aðferð að kynna fyrir nemendum þar sem þeir fá tækifæri til þess að vinna með speglun og fá að takast á við þá áskorun sem hún getur verið í sköpunarferlinu. Nemendur vinna með dúkristu sem er ein leið innan grafík. 


Viðfangsefnið er alveg frjálst en áður en nemendur byrja á útskurðinum, eyða þeir dágóðum tíma í hugmyndavinnu. Þegar dúkristan er til, prufa nemendur mismunandi liti af prentsvertu á ólíkan pappír.


Verkefnið tekur einnig á neikvæðu og jákvæðu rými. Ef línurnar eru skornar út beint verða neikvæð rými jákvæð og jákvæð verða neikvæð en til þess að halda upprunalegri hönnun verða nemendur að skera neikvæðu rýmin út eða allt nema línurnar. Þetta getur því reynst þeim dágóð áskorun.

bottom of page