top of page

TEIKNAÐ MEÐ FYRIRMYND

Þegar nemendur eru að kynnast grunnaðferðum teikningar er mikilvægt að nemendur átti sig á því hversu mikilvægt er að horfa á viðfangsefni sitt og greina formin áður en þeir teikna. Þetta verkefni gefur nemendum færi á að þjálfa þá færni að greina stóru formin í viðfangsefninu áður en farið er að teikna smáatriði.

Nemendur raða sér í kringum tvö ólík viðfangsefni, í þessu tilfelli tveir uppstoppaðir fuglar, og velja sér sjónarhorn. Þá reyna þeir að greina meginformin og skyssa þau inn. Þegar þeir eru ánægðir með grófar útlínurnar, hefjast þeir handa við að teikna inn smærri form og smáatriði. Að lokum skerpa þeir línur og skyggja.

bottom of page