top of page

TEIKNAÐ MEÐ KOLI

Þetta verkefni gefur nemendum tækifæri á að kynnast kolinu sem verkfæri og eiginleikum þess. Eðli kola er allt annað en blýants og því gaman fyrir nemendur að prufa fleiri verkfæri og jafnvel finna eitthvað sem höfðar til þeirra og þeir vilja nota áfram.

 

Nemendur teikna sessunaut sinn á maskínupappír og síðar einfaldan hlut á karton. Þannig fá nemendur betri tilfinningu fyrir því hvernig kolið kemur út á mismunandi grunni og í hvernig viðfangsefni það hentar.

bottom of page