top of page

EINSPEGLUN

Þegar unnið er með einspeglun er mynd eða lögun, spegluð um ás, annað hvort lóðrétt og lárétt. verkefnið er undanfari þess að nemendur geti unnið með tvíspeglun en ein algengasta mynd tvíspeglunar eru spil úr spilastokki.

Nemendur byrja á einföldum æfingum þar sem þeir æfa einspeglun um ás og nota til þess rúðustrikað blað. Þannig geta nemendur unnið einfalt munstur eða teikningar sem byggir á rúðunum og talið út hvernig speglunin verður hinu meginn við ásinn. Þeir nemendur sem vilja geta gert flóknari teikningar. Þannig er auðvellt að aðlaga verkefnið að getu hvers og eins. 

Þegar nemendur hafa sýnt fram á færni í einspeglun, gera nemendur einspeglaða mynd á rúðustrikað blað. Síðan draga þeir hana upp og vinna með áfram ef þeir vilja.

bottom of page