top of page

MEÐ OG ÁN FYRIRMYNDAR 

Þegar nemendur eru að kynnast grunnaðferðum teikningar er mikilvægt að nemendur átti sig á því hversu mikilvægt er að horfa á viðfangsefni sitt og greina formin áður en þeir teikna, í stað þess að reiða sig á minni og hugmyndir um það hvernig viðfangsefnið á að lýta út.

Til þess að koma nemendum í skilning um þetta og upplifa þennan mun byrja nemendur á að teikna viðfangsefnið, í þessu tilfelli epli, án þess að hafa epli fyrir framan sig. Þegar því er lokið teikna þeir epli aftur og nú hafa þeir epli fyrir framan sig.

Nemendur sjá hversu ólíkar teikningarnar eru þegar þær eru bornar saman og komast að raun um að þegar fyrirmynd er notuð, verður myndin mun betri.

bottom of page