top of page

KLIPPILIST

Klippilist (e. collage) byggir á því að tvívíðum flötum er skeytt saman og jafnvel notaðir með öðrum miðlum líkt og málningu og þess háttar.

Í þessu verkefni nýta nemendur gömul tímarit sem aðaluppsprettu efniviðar og hugmynda. Þeir fletta í gegnum blöðin og velja sér eina mynd sem grípur athygli þeirra og veitir þeim innblástur. Þeir vinna út frá henni og blanda saman öðrum myndum úr tímaritum, eigin teikningum, máluðum endurunnum pappír og nota jafnvel margskonar málningu með.

bottom of page