top of page

PAPPÍRSGERÐ

Þetta verkefni tekur nokkurn tíma og vinna nemendur að því meðfram annarri vinnu í lengri tíma. Yfir önnina flokka nemendur alla pappírsafganga eftir lit. Þegar verkefnið hefst rífa nemendur pappírinn niður og leggja í bleyti. Litum er haldið aðskildum til þess að nemendur geti stjórnað litnum á sínum örkum. Pappírinn fær að liggja í bleyti í einhvern tíma en reglulega er hrært í honum með þeytara.

 

Þegar kemur að pappírsgerðinni nota nemendur bala, tuskur, svampa og þess til gerða pappírgerðaramma. Þeir æfa sig við að ná tökum á tækninni og búa til pappírsarkir eftir eigin höfði. Arkirnar fá síðan að þorna og eru síðan tilbúnar til notkunar.

5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur

© 2020 Sandra Rebekka

  • Black YouTube Icon
  • Black Pinterest Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page