PÁFUGLAR
Megin áhersla þessa verkefnis er að grein fjölbreytt form og vinna með þau á eigin forsendum en einnig þjálfa nemendur litablöndun.
Nemendur skoða myndir af páfuglum sem er viðfangsefni þeirra í þessu verkefni. Þeir skoða form fuglsins og fjaðranna í stélinu. Þeir kynnast nokkrum aðferðum við að teikna fjaðrir og koma með eigin hugmyndir að því hvernig má túlka þær.
Síðan hefjast nemendur handa við að teikna fuglinn á maskínupappír með blýanti. Þegar þeir eru ánægðir með formin mála þeir myndina. Nemendur fá eingöngu frumliti, og svartan og hvítann, og blanda þá liti sem þeir sjá í fuglinum. Þegar málningin er þurr, teikna nemendur ofan á hana með misþykkum tússpennum. Þá geta þeir bætt við smáatriðum og munstrum sem þeir mála ef til vill ekki.
Hugmyndin að viðfangsefninu er fengin frá Myndlistaskólanum á Akureyri.
![]() | ![]() |
---|---|
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() |