top of page

MARMARI Á VATNI

Marmari á vatni (e. marbling) á rætur að rekja til austur asíu en aðferðina má finna í sögu ýmissa landa þvert á asíu og evrópu. Til eru mismunandi útgáfur af aðferðinni en í grunninn er hún svipuð. Í þessu verkefni prufa nemendur japanska marmaragerð sem kallast suminagashi en það er ein einfaldasta útgáfa marmara á vatni.

 

Þá er vatn sett í bakka og blek látið ofan á vatnsyfirborðið, annað hvort með pensli eða á sérstaka pappadoppu sem hindrar blekið í að sökkva undir vatnsyfirborðið. Síðan má nota vatn með örlítilli sápu til þess að búa til hringi í blekið þar sem sápan hrindir blekinu frá sér. Að þessu loknu er pappírsörk lögð ofan á vatnsyfirborðið sem dregur í sig blekið og er síðan lögð til þerris.

5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur

© 2020 Sandra Rebekka

  • Black YouTube Icon
  • Black Pinterest Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page