top of page

MICROGRAPHY

Micrography gegnur út á að nota smátt letur í listsköpun. Í þessu verkefni nota nemendur micrography til þess að gera sjálfsmynd.

Áður en verkefnið hefst eru teknar myndir af nemendum þar sem ljósir og dökkir fletir eru ýktir áður en myndirnar eru prentaðar út. Þegar nemendur fá myndina í hendurnar þurfa þeir að nota ljósaborð og greina neikvæðu og jákvæðu rýmin. Þeir þurfa síðan að draga upp neikvæðu rýmin, þ.e.a.s. þau dökku og reyna að komast hjá því að teikna línur. Þetta krefst þess að þau þurfa að móta andlitsdrætti sína með heilum flötum, fremur er línum. Þetta er krefjandi og tekur oft nokkrar atrennur fyrir nemendur að skilja hvað er um að ræða.

 

Þegar nemendur hafa lokið við að draga upp fletina, hefjast þeir handa við að fylla inn í þá með penna. Þeir eiga að skrifa um sjálfan sig líðan, langanir, upplifanir og lífssýn en forðast að skrifa eingöngu staðreyndir sem þeir hafa litla stjórn á. Það er einnig krefjandi og tekur það nemendur oft dálitla stund að greina á milli þess hvað eru staðreyndir, til dæmis nafn, aldur, búseta og fleira og hvað eru þeirra eigin persónueinkenni, til dæmis gildismat og skapgerð.

bottom of page