top of page

TVÍSPEGLUN

Þegar unnið er með tvíspeglun er mynd eða lögun, spegluð tvöfalt um ás, bæði lóðrétt og lárétt. Ein algengasta mynd tvíspeglunar eru spil úr spilastokki.

Nemendur byrja á einföldum æfingum þar sem þeir rifja upp einspeglun um ás og nota til þess rúðustrikað blað. Þannig geta nemendur unnið einfalt munstur eða teikningar sem byggir á rúðunum og talið út hvernig speglunin verður hinu meginn við ásinn. Þeir nemendur sem vilja geta gert flóknari teikningar. Þannig er auðvellt að aðlaga verkefnið að getu hvers og eins. 

Þegar nemendur hafa sýnt fram á færni í einspeglun, tekur við sama aðferð en þá tvíspegla nemendur formin. Þá einfaldar rúðustrikaða blaðið þeim vinnuna og gerir verkefnið skiljanlegra.

 

Í kjölfarið fá nemendur tómt spil á þykkum pappír og velja hvar þeir vilja hafa ásinn. Síðan teikna þeir mynd fyrir ofan ásinn með blýanti. Þegar þeir eru sáttir við teikninguna, hefja þeir að spegla myndina og nota þau hjálpartæki sem þeir vilja, til dæmis reglustiku. Þegar myndin er tilbúin, fara þeir ofan í með penna og stroka blýantsstrikin út. Þá lita þeir spilið og merkja. Að lokum plastar kennari spilið til að gefa því raunverulegri áferð.

bottom of page