top of page

LAUF OG LEIR

Þetta verkefni tengir saman nokkrar aðferðir í sjónlistum. Nemendur kynnast þrykki, leir og vatnslitum. 

Hluti af undirbúningi er að kynnast vatnlslitum og hvernig þeir haga sér. Nemendur nota þykkan vatnslitapappír en mikilvægt er að pappírinn geti dregið í sig vel af vatni. Þá prufa nemendur mismunandi litasamsetningar en nota síðasumarið og haustið sem innblástur.

 

Síðan fara nemendur út og safna laufblöðum með mismunandi lögun. Þegar inn er komið, fá nemendur leirkúlu sem þeir fletja út í platta og þrýsta ofan á laufið. Nemendur nota sjálfþornandi leir til að auðvelda vinnuferlið þar sem áherslan er ekki leirvinnsluna sjálfa. Þeir sem vilja, skera út sín lauf eða gera gat til að hægt sé að hengja laufin upp.

Þegar leirinn er þornaður, mála nemendur laufin og hafa vatnslitaprufurnar sínar til hliðsjónar. Þeir geta þá valið þær litasamsetningar og aðferð sem þeir eru hrifnastir af. Að lokum geta nemendur strengt laufinn upp á spotta.

bottom of page