top of page

MÁLAÐ EFTIR FYRIRMYND

Megináhersla þessa viðfangsefnis er að æfa málunartækni þar sem hver litaflötur er blandaður sérstaklega og litirnir lagðir hlið við hlið, án þess að blanda þeim saman á yfirborðinu sem málað er á. 

 

Nemendur raða sér í kringum viðfangsefnið og velja sér þannig sjónarhorn. Þeir byrja á að mála bakgrunninn í millitón sem fellur vel að bakgrunni og viðfangsefni. Þar næst skyssa þeir viðfangsefnið upp á flötinn með útþynntri akrýlmálningu í dökkum tón, stóru formin fyrst og síðan smáatriðin. Þá skyggja þeir myndina með sama tón. Síðan byrja nemendur að mála myndina, frá dekkstu flötunum yfir í þá ljósu.

 

Verkefnið þjálfar bæði málunartæknina og litablöndun en nemendur hafa aðgang að okkur gulum, crimson rauðum og prussian bláum eða svipuðum litum, og svörtum og hvítum. Þeir sjá sjálfir um að blanda þá litatóna sem þeir þarfnast. 

bottom of page