top of page

ÓHLUTBUNDIÐ FLÆÐI

Megináhersla þessa viðfangsefnis er að æfa nemendur í óhlutbundinni hugsun. Þeir eru oft fastir í því að mála eitthvað hlutbundið, að verkin verði að vera af einhverju sérstöku. Í þessu verkefni neyðir aðferðin nemendur að gera óhlutbundin verk og einblýna á óhlutbundin form og liti. 

 

Nemendur velja sér stærð af grunni og nota masónítplötur. Þá velja þeir sér liti og blanda akrýlmálningu með slatta af vatni til þess að þynna hana. Síðan hella þeir málningu ofan á plöturnar og láta hana renna til og frá. Þeir nota líka sprey, áferðar kýtti og loft til þess að móta verkin. Nemendur gerðu þrjú lög á þrem vikum þar til verkin voru tilbúin. 

bottom of page