top of page

TVEIMUR LJÓSMYNDUM SKEYTT SAMAN

Megináhersla þessa viðfangsefnis er að æfa málunartækni þar sem hver litaflötur er blandaður sérstaklega og litirnir lagðir hlið við hlið, án þess að blanda þeim saman á yfirborðinu sem málað er á. 

 

Nemendur byrja á því að gera nokkrar æfingar þar sem þeir mála beint ofan á ljósrit til þess að kynnast aðferðinni og æfa sig. Síðan velja þeir tvær ljósmyndir þess að mála eftir og skeyta saman í eina mynd. Þá nota þeir glæru til þess að varpa myndinni á masónítplötu og teikna eftir. Þegar því er lokið byrja þeir að mála.

 

Verkefnið þjálfar bæði málunartæknina og litablöndun en nemendur hafa aðgang að okkur gulum, crimson rauðum og prussian bláum eða svipuðum litum, og svörtum og hvítum. Þeir sjá sjálfir um að blanda þá litatóna sem þeir þarfnast. 

bottom of page