top of page

LEIRFÍGÚRUR

Leirmótun er fjölþætt og þjálfar margvíslega tækni. Nemendur fá að kynnast leir almennt, mótun hans, hrábrennslu og glerjun og gljábrennslu.

 

Nemendur læra eina af grunntækni leirmótunar, klumpsaðferð en þá er gripurinn mótaður úr leir klumpi. Þessi aðferð hentar vel byrjendum sem eru óþreyjufullir að fá að byrja og óhræddir við að móta leirinn án frekari leiðbeininga. 

 

Nemendur móta fígúru að eigin vali, sumir gera mennskar fígúrur, aðrir dýr og enn aðrir furðuverur. Eftir hrábrennslu nota nemendur leirliti og/eða glerunga til að leggja lokahönd á gripinn áður en hann er gljábrenndur.

bottom of page