top of page

SÍMA MAGNARI/STÆÐI

Leirmótun er fjölþætt og þjálfar margvíslega tækni. Nemendur fá að kynnast leir almennt, mótun hans, hrábrennslu og glerjun og gljábrennslu.

 

Í þessu verkefni fá nemendur fræðslu um þrjár mismunandi aðferðir í leirmótun; fingraðaferð, slönguaðferð og plötuaðferð. Megin áhersla er lögð á að nemendur hanni annað hvort síma magnara eða símastæði. Þeir skoða hugmyndir á pinterest og vinna út frá þeim hugmyndum eða eigin hugarburði. Þegar hugmyndin er fullmótuð, velja nemendur þá aðferð sem hentar hugmyndinni best. Þannig fá hugmynd nemenda að stjórna för, fremur en aðferðin sjálf. Eftir hrábrennslu nota nemendur leirliti og/eða glerunga til að leggja lokahönd á gripinn áður en hann er gljábrenndur.

bottom of page