top of page

ANDSTÆÐIR LITIR

Í þessu verkefni rifja nemendur upp litahringinn og þá sérstaklega andstæða liti. Andstæðir litir eru á móti hvor öðrum í litahringnum og eru eins langt frá hvor öðrum, litalega séð, og hægt er. Þegar þeir eru notaðir saman dregst augað ósjálfrátt að þeim. Það á vel við þegar verið er að hanna auglýsingu eða eitthvað annað sem á að grípa athygli áhorfandans.

 

Nemendur skipta fletinum upp í átta hólf og teikna einfalda mynd á flötinn. Síðan mála þeir hvert hólf með einu andstæðu litapari þar sem annar er notaður á jákvæða rýmið en hinn á neikvæða. Þeir nota síðan sömu liti hólfið sem er beint á móti nema þá breyta þeir hlutverkum litana og nota þann lit sem notaður var á jákvæða rýmið, á það neikvæða. Tvö hólf eru síðan frátekin fyrir eigin litasamsetningu og þá geta nemendur prufa einhverja tvo liti saman sem heilla þá.

6. bekkur
6. bekkur
6. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
5. bekkur

© 2020 Sandra Rebekka

  • Black YouTube Icon
  • Black Pinterest Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page