top of page
ANDSTÆÐIR OG HLIÐSTÆÐIR LITIR
Í þessu verkefni skoða nemendur mismunandi litasamsetningar og settu saman bæði andstæða og hliðstæða liti en þó eingöngu með frumlitum og 2. stigs litum.
Andstæðir litir eru á móti hvor öðrum í litahringnum og eru eins langt frá hvor öðrum, litalega séð, og hægt er. Þegar þeir eru notaðir saman dregst augað ósjálfrátt að þeim. Það á vel við þegar verið er að hanna auglýsingu eða eitthvað annað sem á að grípa athygli áhorfandans.
Hliðstæðir litir eru hlið við hlið á litahringnum og falla vel að hver öðrum. Þeir blandast vel við umhverfi sitt og henta vel við hönnun á rýmum þar sem yfirbragðið á að vera rólegt og látlaust.
![]() | ![]() |
---|---|
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
bottom of page